Helgi Hlynur oddviti lista VG
Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi á Borgarfirði og sveitarstjórnarfulltrú, skipar oddvitasætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Múlaþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.Listi flokksins var samþykktur á félagsfundi á Egilsstöðum í hádeginu í dag. Helgi Hlynur tók sæti í sveitarstjórn síðasta haust þegar Jódís Skúladóttir var kjörin á þing.
Í tilkynningu er haft eftir Helga Hlyni að stór verkefni blasi við, að standa með íbúum og náttúru gegn virkjanaáhlaupi sem nú ríði yfir. Þá vilji framboðið stöðva áform um fiskeldi í Seyðisfirði sem sé gegn vilja íbúa.
„Við erum VG framboð og ætlum að standa vörð um fjölskyldur, velferðarþjónustu og heildarhagsmuni fram yfir sérhagsmuni,“ segir Helgi Hlynur.
Listinn er svohljóðandi:
1. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, húsasmiður og mannfræðingur, Seyðisfirði
3. Pétur Heimisson, læknir, Egilsstöðum
4. Þuríður Elísa Harðardóttir, fornleifafræðingur, Djúpavogi
5. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, Seyðisfirði
6. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur, Egilsstöðum
7. Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
8. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri, Egilsstöðum
9. Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur, Seyðisfirði
10. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
11. Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri, Seyðisfirði
12. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri, Egilsstöðum
13. Skarphéðinn Þórisson, náttúrufræðingur, Egilsstöðum
14. Ania Czeczko, grunnskólaleiðbeinandi, Djúpavogi
15. Guðlaug Ólafsdóttir, eldri borgari, Egilsstöðum
16. Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
17. Kristín Amalía Atladóttir, kvikmyndaframleiðandi, Fljótsdalshéraði
18. Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður, Egilsstöðum
19. Heiðdís Halla Bjarnadóttir, grafískur hönnuður, Egilsstöðum
20. Ágúst Guðjónsson, eldri borgari, Djúpavogi
21. Daniela Gscheidel, læknir, Fljótsdalshéraði
22. Guðmundur Ármannsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
Hluti frambjóðenda VG ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni. Mynd: Aðsend