Þriggja bíla árekstur á Fagradal í gær

Fimm einstaklingar voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslu, þar af einn á sjúkrahús, í gær eftir þriggja bíla árekstur á Fagradal.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni varð óhappið upp úr klukkan hálf tvö í gær. Aðstæður á leiðinni voru leiðinlegar, hálka, kóf og blint.

Fimm einstaklingar voru í bílunum og voru þeir fluttir til aðhlynningar á heilsugæslunni á Reyðarfirði. Einn þeirra var síðan fluttur áfram á Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað, samkvæmt heimildum Austurfréttar.

Umferðin á Austurlandi hefur annars gengið tíðindalaust fyrir sig síðustu daga. Þó voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur í síðustu viku.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.