Skip to main content

Þriggja bíla árekstur á Fagradal í gær

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2025 09:22Uppfært 06. jan 2025 09:23

Fimm einstaklingar voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslu, þar af einn á sjúkrahús, í gær eftir þriggja bíla árekstur á Fagradal.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni varð óhappið upp úr klukkan hálf tvö í gær. Aðstæður á leiðinni voru leiðinlegar, hálka, kóf og blint.

Fimm einstaklingar voru í bílunum og voru þeir fluttir til aðhlynningar á heilsugæslunni á Reyðarfirði. Einn þeirra var síðan fluttur áfram á Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað, samkvæmt heimildum Austurfréttar.

Umferðin á Austurlandi hefur annars gengið tíðindalaust fyrir sig síðustu daga. Þó voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur í síðustu viku.

Mynd úr safni.