Tvær umsóknir um stjórnanda fræðslumála í Fjarðabyggð
Tvær umsóknir bárust um stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu í Fjarðabyggð en umsóknarfrestur um stöðuna rann út á Þorláksmessu.Stjórnandanum er ætlað að vera faglegur leiðtogi í skóla- og fræðslumálum en hann ber ábyrgð á rekstri og þróun málaflokksins. Hann er yfirmaður skólastjórnenda í grunn-, leik- og tónskólum auk skólaþjónustu.
Í auglýsingu segir að leitað sé að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga. Krafist er meðal annars háskólamenntunar í menntunar og kennslufræðum, menntunar eða reynslu á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga, framúrskarandi þekkingu af reynslu og stjórnun og reynslu af breytingastjórnun.
Um stöðuna sóttu Jóhanna Guðnadóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Eskifjarðar og Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og skólastjóri á Fáskrúðsfirði.