Tvær umsóknir um stjórnanda fræðslumála í Fjarðabyggð

Tvær umsóknir bárust um stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu í Fjarðabyggð en umsóknarfrestur um stöðuna rann út á Þorláksmessu.

Stjórnandanum er ætlað að vera faglegur leiðtogi í skóla- og fræðslumálum en hann ber ábyrgð á rekstri og þróun málaflokksins. Hann er yfirmaður skólastjórnenda í grunn-, leik- og tónskólum auk skólaþjónustu.

Í auglýsingu segir að leitað sé að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga. Krafist er meðal annars háskólamenntunar í menntunar og kennslufræðum, menntunar eða reynslu á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga, framúrskarandi þekkingu af reynslu og stjórnun og reynslu af breytingastjórnun.

Um stöðuna sóttu Jóhanna Guðnadóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskóla Eskifjarðar og Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og skólastjóri á Fáskrúðsfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.