Héraðsverk bauð lægst í Njarðvíkurskriður

Héraðsverk átti lægsta tilboðið í vegagerð um Njarðvíkurskriður en það var nokkuð yfir kostnaðaráætlun.

Þetta kom í ljós þegar tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Héraðsverki sem bauð tæpar 250 milljónir en hins vegar frá Þ.S. verktökum upp á rúmar 285 milljónir.

Bæði tilboðin eru vel yfir kostnaðaráætlun upp á rúmar 200 milljónir. Á næstunni kemur í ljós hvort samningar náist á grundvelli útboðsins.

Til stendur að endurbyggja 4,8 km langan kafla frá Landsenda um Njarðvíkurskriður að Ytri-Hvannagilsá í Njarðvík. Samkvæmt útboðslýsingu á vinnu við skeringar og fyllingar í skriðunum að vera lokið fyrir 15. desember og ljóst að hafa þarf hraðar hendur til að það náist.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.