Hert umferðareftirlit um helgina

Lögreglan á Austurlandi verður sýnileg á vegum umdæmisins um helgina. Von er á mikilli umferð þar sem tvær stórar hátíðir fara fram, annars vegar Bræðslan á Borgarfirði og hins vegar Franskir dagar á Fáskrúðsfirði.

„Við verðum með öflugt eftirlit, bæði með hrakaakstri og ölvunarakstri,“ segir Snjólaug Guðmundsdóttir, lögregluvarðstjóri á Egilsstöðum.

Umferðin niður á Borgarfjörð hefur verið að aukast jafnt og þétt. „Hún hefur gengið vel og við vonum að það verði þannig áfram.“

Frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar er yfirleitt farið í gegnum Eiða en þar í gegn er 50 km hámarkshraði. Fimmtán ökumenn hafa verið teknir þar fyrir of hraðan akstur í dag og í gær.

„Íbúar á Eiðum hafa oft kvartað yfir hraðakstri á þessari helgi þar sem umferðin er mikil og þess vegna höfum við haft sérstakar gætur þar á.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.