Hitamet um helgina?

solbad_valdi_veturlida.jpg

Ekki er útilokað að sett verði hitamet fyrir marsmánuð um helgina en spáð er hlýju veðri á landinu öllu. Sumarblíða virðist ætla að ríkja á Austurlandi fram á mánudag.

 

Veðurstofan spáir suðlægum áttum og 8-14 stiga hita á Austurlandi um helgina. Á mánudag er spáð allt að 16 hita á Norðausturlandi en búast má við kólnandi veðri þaðan í frá.

Mesti hiti sem mælst hefur í marsmánuði á Íslandi var 27. mars 1949 á Sandi í Aðaldal en þar mældust 18,3° hiti. Þá voru mikil hlýindi, einkum á Austurlandi, í lok mars árið 2000.

Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segist reyndar á bloggsíðu sinni efins um að hitametinu verði velt úr sessi um helgina. Það sé þó aldrei að vita.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.