Hjón úr Vopnafirði á lista Bjartrar framtíðar

Fimm Austfirðingar eru á framboðslista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi en listinn var opinberaður fyrir helgi. Efstur er Arngrímur Viðar Ásgeirsson, ferðaþjónustufrömuður á Borgarfirði sem skipar þriðja sætið.


Á listanum eru einnig framhaldsskólakennararnir Stefán Már Guðmundsson og Dagur Skírnir Óðinsson.

Sérstaka athygli vekur að hjón úr Vopnafirði, Þórður Björnsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir sem búa í Hvammsgerði eru saman á listanum.

1. Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, Akureyri
2. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur félags einstæðra foreldra, Akureyri
3. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri, íþróttakennari og verkefnastjóri, Borgarfirði
4. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri, Reykjavík
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður, Akureyri
6. Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur og stjórnsýslufræðingur, Akureyri
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi, Akureyri
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri, Reykjavík
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari, Neskaupstað
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur, Akureyri
11. Þórður S. Björnsson, bóndi Vopnafirði
12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akureyri
13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, Akureyri
14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur, Akureyri
15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari Akureyri
16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi
17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur, Egilsstöðum
18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Vopnafirði
19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Akureyri
20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður Akureyri

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.