Hlé gert á leit á sjó

Hlé hefur verið gert á leit á sjó að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð í Vopnafirði úr fiskiskipi sem kom þar til hafnar á mánudagsmorgun.

Leitað hefur verið nær sleitulaust frá því á mánudag. Víðtæk leit var gerð í gær en dregið úr henni í dag. Aðstæður til leitar voru góðar í morgun en versnuðu lítillega um hádegið vegna vinds.

Þótt hlé hafi verið gert á leit á sjó gengur björgunarsveitafólk frá Vopnafirði enn fjörur. Ákvörðun um framhaldið í dag verður tekið á næstu mínútum en það ræðst af veðri.

Gert er ráð fyrir leit haldi áfram á morgun með svipuðu sniði og í dag. Ákvörðun um það verður tekin í fyrramálið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.