„Hluti af lýðræðinu að hver og einn myndi sína skoðun“

Djúpavogsskóli ætlar ekki að birta niðurstöður skuggakosninga um sameiningu sveitarfélaga, sem fram fór í skólanum nýverið, strax líkt og aðrir skólar hafa gert í Fljótsdalshéraði, á Seyðisfirði og í Menntaskólanum á Egilstöðum. 

 

Skólinn var með fræðslu um lýðræði í aðdraganda kosninganna sem fram fara þann 26. október næstkomandi. Þá verður kosið um sameiningu sveitarfélaganna Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstað, Djúpavogshrepps og svo Borgarfjarðarhrepps.

Líkt hinir skólarnir í þessum sveitafélögum kusu nemendur Djúpavogsskóla í skuggakosningum eins og fram hefur komið. Nema hvað á Djúpavogi kusu allir í 1. - 10. bekk eða 75 nemendur en ekki bara efstu deildir hinna grunnskólanna

Skólastjórnendur vildu nýta tækifærið og fræða nemendur um lýðræð, um rétt hvers og eins til að kjósa og í hverju þessi réttur felst. 

„Við höfum tekið þetta inn í samfélagsfræðina hjá okkur. Svo kom sveitastjórinn til okkar hélt kynningu fyrir nemendurna. Svo útbjuggum við alvöru kosningaklefa og nemendurnir kusu,“ segir Helga Rún Guðjónsdóttir samfélagsfræðikennari en hún hélt utan skuggakosningarnar í skólanum. 

Djúpavogsskóli er eini skólinn sem ekki hefur birt niðurstöður skuggakosninganna. „Þar sem við tókum þetta alla leið vildum við ekki telja atkvæðin og gefa upp niðurstöðurnar fyrr en hinar raunverulegu kosningar eru yfirstaðnar. Við vildum ekki hafa áhrif á aðra. Það er hluti af lýðræðinu að hver og einn myndi sína skoðun. Okkur fannst það mikilvægt líka,“ segir Helga Rún. 

 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.