Hönnun: Algjört ævintýri að vinna með austfirsku efnin

honnunarmars_2012_thorunn_arna_web.jpg

Tíu nemendur frá Konunglega breska listaháskólanum (Royal Collage of Art) skemmtu sér gríðarlega við nám og ferðir á Austurlandi í síðustu viku. Hluti af vinnu hópsins var sýndur á Hönnunarmars um helgina.

 

„Ferðin var skipulögð af hinni ímynduðu ferðaskrifstofu Ódysseifi. Markmiðið ferðarinnar var að kanna afþreyingu á svæðinu og ferðin varð algjört ævintýri,“ segir fararstjórinn Þórunn Árnadóttir. 

Hún útskrifaðist sjálf úr skólanum með meistaragráðu í vöruhönnun síðasta sumar. Hún þekkti til nýsköpunarverkefnisins Þorpsins á Austurlandi og vissi af kennara sem væri að leita að samstarfsaðila. 

honnunarmars_2012_odysseifur_web.jpg
Úr varð að tíu nemendur voru sendir austur og dvöldu þar í síðustu viku. Meðal annars var Borgarfjörður eystri heimsóttur, álverið í Reyðarfirði auk þess sem Guðmundur Davíðsson, hitaveitustjóri á Fljótsdalshéraði, kynnti hugmyndir um ylströnd.

„Það þótti mjög áhugavert og það spunnust miklar pælingar um strendur, hvernig sandur væri á þeim, hvernig hann væri á litinn og hvað væri í raun strönd,“ sagði Þórunn og benti á til Nauthólsvíkur í Reykjavík hefði fluttur inn sandur frá Marokkó.

Þórunn segir hópinn hafa verið mjög ánægðan með dvölina. „Þar sem við vorum að kanna afþreyinguna stoppuðum við ekki bara og tókum myndir og tókum inn umhverfið heldur fórum og lékum okkur.“

Miðstöð hópsins var á Egilsstöðum þar sem hann hafði aðgang að verkstæði. Álagið var mikið þar sem hópurinn skilaði af sér verkefnunum í lok vikunnar. Afraksturinn var sem fyrr segir sýndur á Hönnunarmars.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.