Héraðsskjalasafnið hefur ekki efni á að vera með í Ormsteiti

minjasafn_ljosmyndasyning_mar11_web.jpg

Héraðsskjalasafn Austurlands tekur ekki þátt í Héraðshátíðinni Ormsteiti að þessu sinni eins og undanfarin ár. Gjarnan hefur það verið með í veglegri dagskrá í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Ástæðan er bágur fjárhagur safnsins.

 

„Orsakast það af samdrætti í rekstri safnsins sem leitt hefur til þess að okkur er enn erfiðara um vik en áður að sinna verkefnum utan fastrar daglegrar starfsemi,“ segir í frétt á vef safnsins.

Af sömu ástæðu er safnið ekki meðal þeirra sem taka þátt í atvinnulífssýningunni um helgina. „Það er vitanlega miður að svona sé komið enda mikilvægt fyrir stofnun sem sinnir almannaþjónustu að vera sýnileg, en þegar samdráttar í rekstri er tekinn að leiða til þess að starfshlutföll skerðast þá er erfitt við að eiga.“

Ríflega fimm milljóna króna halli var á rekstri safnsins í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar