Skip to main content

Hreindýraveiði hafin: Fyrsti tarfurinn felldur í Breiðdal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. júl 2012 08:51Uppfært 08. jan 2016 19:23

hreindyr_web.jpg

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær en fram að mánaðarmótum er aðeins heimilt að fella tarfa. Sá fyrsti náðist í Breiðdal.

 

Fyrsti tarfurinn náðist strax á miðnætti í gær. Hann vó 100 kg og var skotinn á 50 metra færi í Breiðdal. Eiður Gísli Guðmundsson var leiðsögumaður. Allnokkrir veiðimenn fóru strax til veiða.

Menn höfðu því rétt fyrir sér að fyrsta dýrið yrði fellt á svæði sex eða sjö. Dýrin hafa haldið sig þar mikið í sumar, svo nóg þykir sumum um ágang þeirra.

Veiðitímabilið stendur fram í miðjan september en fyrstu tvær vikurnar er aðeins heimilt að fella tarfa.