Hreyfing kennd í fjarnámi hjá VA

Íþróttakennslan hjá Verkmenntaskóla Austurlands (VA) fer fram í fjarnámi þessa dagana vegna COVID. Nota nemendur sérstakt forrit eða app í náminu.

Salóme Rut Harðardóttir íþróttakennari hjá VA segir að um daginn hafi þau fengið undanþágu til að koma inn í skólann með staðnám að undanskilinni hreyfingu.

„Hreyfingu er þannig háttað að nemendur ná sér í forritið strava eða annað app/forrit og gera sína hreyfingu, hvort sem það eru göngur, hlaup eða hjól, þegar þeim hentar og senda mér svo upplýsingarnar,“ segir Salomé Rut.

„Þetta var talin besta leiðin að svo stöddu til að hvetja nemendur til að þess að standa upp frá tölvunum og fara út að fá sér ferskt loft og góða hreyfingu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.