Höskuldur tapaði fyrsta slagnum: Kosið með tvöföldu kjördæmisþingi

framsokn_logo_jpg.jpg
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist standa betur að vígi í baráttu sinni við Höskuld Þórhallsson eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Þar var ákveðið að velja á listann með að halda tvöfalt kjördæmisþing.

Kosið var á milli tvöfalds kjördæmisþing, sem flokksmenn hafa yfirleitt notast við á svæðinu og lokaðs prófkjörs, sem Höskuldur og hans stuðningsmenn töluðu fyrir. Munurinn var töluverður, 115 studdu kjördæmisþingið en 48 prófkjörið. 

Tvöfalda kjördæmisþingið verður haldið í Mývatnssveit 1. desember. Á því eiga sæti bæði aðal- og varafulltrúar frá Framsóknarfélögunum í kjördæminu en aðeins aðalfulltrúar sátu þingið um helgina.

Höskuldur og Sigmundur Davíð há nú harða baráttu um oddvitasæti listans. Stuðningsmenn Höskuldar stóðu þannig fyrir skoðanakönnun á Akureyri í síðustu viku sem sýndi vinsældir hans þar. Niðurstaða kjördæmisþingsins ætti hins vegar að vera sigur fyrir Sigmund og sýnir ef til vill að vinsældir Höskuldar eru takmarkaðar utan Akureyrar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar