Hætt við lokun á FSN í sumar: Dregið úr þjónustuframboði

hsalogo.gifÞrjátíu milljóna króna viðbótarframlag úr ríkissjóði bjargar því að loka þurfi sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í sumar. Það dugir samt ekki til að koma í veg fyrir niðurskurð í þjónustu.

 

Frá þessu er greint í Austurglugganum í dag. Viðbótarframlagið þýðir að hægt er að ljúka við gerð rekstaráætlunar sem kynnt verður starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands á næstu dögum.

Þrátt fyrir framlagið þarf HSA að skera niður og hagræða. Í bréfi sem Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri, sendi starfsmönnum á dögunum, segir að dregið verði úr þjónustu á Fjórðungssjúkrahúsinu í sumar.

„Legurýmum sjúkrasviðs verður fækkað um nær helming, úr 23 í 12. Jafnframt verður dregið mjög úr sumarafleysingum og gerðar verulegar breytingar á útkalls- og yfirvinnuheimildum starfsmanna. Opnunartímar heilsugæslustöðva HSA verða samræmdir og framboð stofutíma tengt íbúafjölda. Skipulagsbreytingar verða í sjúkraflutningum, vaktir lækna sameinaðar, dregið enn frekar úr stjórnunarkostnaði og svo mætti lengi telja.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.