Huld Aðalbjarnardóttir býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn

huld_adalbjarnardottir.jpg
Huld Aðalbjarnardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi Norðurþings, tilkynnti um helgina að hún gæfi kost á sér í 2. – 3. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Huld hefur verið varaþingmaður flokksins frá árinu 2007. Hún var í þriðja sætinu á framboðslistanum 2009 og hársbreidd munaði að hún kæmist þá inn á þing.

„Ég trúi því að mikil sóknarfæri liggi í breyttum starfsháttum, auknu trausti og samvinnu á Alþingi Íslendinga. Þá vil ég leggja mitt af mörkum til að rjúfa það vantraust sem of oft hefur einkennt samskipti ríkisvaldsins við sveitarfélögin og ýmsar stofnanir samfélagsins síðustu misserin,“ segir í yfirlýsingu sem Huld sendi frá sér um helgina.

„Í Norðausturkjördæmi eins og á landinu öllu er fjölbreytt atvinnulíf, menning og samfélag auk ríkra auðlinda og ekki síst kraftmikið fólk sem vill landi og þjóð vel. Með því að taka höndum saman, verja og styrkja velferðakerfið með eflingu atvinnulífsins, eru okkur allir vegir færir.“


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.