Hvetja til aðgæslu í ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi hvetur þá sem ferð eiga á höfuðborgarsvæðið, eða koma þaðan, til að gæta sértaklega að sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu dagsins frá aðgerðastjórninni. Þar er vakin athygli á þeirri bylgju smita sem risið hafi á höfuðborgarsvæðinu og lítið lát virðist á.

Þá hvetur aðgerðastjórnin til að almennrar aðgæslu á Austurlandi, íbúar virði fjarlægðarmörk, þvoi sér vel um hendur, noti spritt, bæði til að forðast að smitast og smita aðra. „Verum ábyrg gagnvart hvort öðru og höldum áfram að gera þetta saman.“

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi og þrír eru í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar