Hyllir undir bifreiðaskoðun á ný á Vopnafirði

Framkvæmdastjóri Frumherja segir að innan skamms verði byrjað á ný að skoða bifreiðar á vegum fyrirtækisins á Vopnafirði. Ekkert hefur verið skoðað þar síðan í febrúar.

Engin sérstök skoðunarstöð er í bænum en undanfarin ár hefur skoðunarmaður komið reglulega frá Húsavík og skoðað bifreiðar á verkstæði í bænum.

Síðast var skoðað á Vopnafirði í febrúar en síðan ekki meir vegna Covid-19 faraldursins. Á heimasíðu Frumherja segir að þrjár stöðvar, á Vopnafirði, Þórshöfn og Kópaskeri, séu lokaðar um óákveðinn tíma vegna aðstæðna í samfélaginu og er þar vísað til smithættu.

En síðan hafa aðstæður breyst en enn hefur ekki verið hægt að fá bíla skoðaða á Vopnafirði, bíleigendum þar til lítillar gleði.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, rétt að skoðunarkerfi fyrirtækisins hafi hikstað í vetur og vor. Eins og staðan sé nú sé hins vegar stefnt á að skoða á Vopnafirði 22. – 24. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.