Íbúafundur um nýja sóknaráætlun

Austurbrú, í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Capacent, stendur í dag og á morgun fyrir fjórum íbúafundum á Austurlandi um gerð nýrrar sóknaráætlunar fjórðungsins.

Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem meðal annars innihalda stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir. Í þeim er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mig af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun.

Ríkið stendur að baki áætlunum í samvinnu við sveitarfélög, ríkisstofnanir, atvinnulíf, menningarlíf, fræðasamfélag og aðra hagsmunaaðila á hverju svæði.

Sóknaráætlanirnar gilda í fimm ár og rennur núverandi áætlun út í árslok. Vinna stendur því yfir við nýja áætlun til 2024.

Í tilkynningu frá Austurbrú kemur fram að framlag almennings sé lykilatrið til að vinnan takist vel. Því stendur stofnunin fyrir fjórum íbúafundum í dag og á morgun þar sem rætt verður um undirstöðuþætti lífsgæða og búsetu á svæðinu, svo sem atvinnu, nýsköpun, menningu og umhverfismál.

Fundirnir verða sem hér segir:

Mánudagur 9. september

Vopnafjörður 11:30-13:30
Egilsstaðir 17-19

Þriðjudagur 10. september

Djúpivogur 11-13
Reyðarfjörður 18-20

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.