Íbúafundur um nýja sóknaráætlun
Austurbrú, í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Capacent, stendur í dag og á morgun fyrir fjórum íbúafundum á Austurlandi um gerð nýrrar sóknaráætlunar fjórðungsins.Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir sem meðal annars innihalda stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir. Í þeim er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mig af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun.
Ríkið stendur að baki áætlunum í samvinnu við sveitarfélög, ríkisstofnanir, atvinnulíf, menningarlíf, fræðasamfélag og aðra hagsmunaaðila á hverju svæði.
Sóknaráætlanirnar gilda í fimm ár og rennur núverandi áætlun út í árslok. Vinna stendur því yfir við nýja áætlun til 2024.
Í tilkynningu frá Austurbrú kemur fram að framlag almennings sé lykilatrið til að vinnan takist vel. Því stendur stofnunin fyrir fjórum íbúafundum í dag og á morgun þar sem rætt verður um undirstöðuþætti lífsgæða og búsetu á svæðinu, svo sem atvinnu, nýsköpun, menningu og umhverfismál.
Fundirnir verða sem hér segir:
Mánudagur 9. september
Vopnafjörður 11:30-13:30
Egilsstaðir 17-19
Þriðjudagur 10. september
Djúpivogur 11-13
Reyðarfjörður 18-20