Íbúafundur um rafeldsneyti og menningarmót í Fjarðabyggð

Íbúafundur verður á Reyðarfirði í kvöld um áformaða framleiðslu rafeldsneytis þar. Þá býður Menningarstofan til menningarmóta næstu tvö kvöld þar sem rætt verður um menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð.

Á fundinum á Reyðarfirði í kvöld munu fulltrúar Fjarðabyggðar, Fjarðarorku og CIP fara yfir stöður og forsendur uppbyggingar fyrirhugaðrar rafeldsneytisframleiðslu á Reyðarfirði og þess sem felst í henni og Orkugarði Austurlands. Fundurinn hefst klukkan 18:00 í kvöld og er haldinn í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Þá býður Menningarstofa Fjarðarbyggðar til Menningarmóts. Starf menningarstofunnar verður kynnt og rætt um endurnýjun menningarstefnu sveitarfélagsins sem og menningarmál í víðu samhengi. Fyrri fundurinn verður í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í kvöld en sá seinni í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði á morgun. Báðir fundirnir hefjast klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar