Vopnfirðingar minnast Violetu í kvöld
Boðað hefur verið minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er síðan moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum. Í Fjarðabyggð eru áfallamiðstöðvar áfram opnar vegna atburða sem urðu þar í ágúst.Vopnfirðingar hafa boðað til athafnar við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18:00. Þar verða flutt minningarorð og tónlist.
Að athöfninni lokinni verður gengið upp á íþróttavöllinn. Þar verða léttar veitingar og sagt frá sjóði sem stofna á í minningu Violetu. Vopnfirðingar eru hvattir til að kveikja á kertum við hús sín í tengslum við viðburðinn.
Í Fjarðabyggð eru áfallamiðstöðvar áfram opnar vegna þeirra áfalla sem samfélagið þar varð fyrir með stuttu millibili í ágúst. Áfallamiðstöð er opin í grunnskólanum í Breiðdal frá klukkan 16-19 í dag og á sama tíma í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun.
Á báðum stöðum getur fólk komið til að fá samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þessara erfiðu atburða. Áfallamiðstöðvarnar eru samstarfsverkefni HSA, Fjarðbyggðar og Rauða krossins.
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hafa samband við presta í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000, einnig má senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..