Íbúar Vesturbæjarins einir um að vilja flugvöllinn burt

Ekki er meirihluti fyrir flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hjá öðrum en þeim sem eru búsettir vestan Kringlumýrarbrautar samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Vegagerðina. Landsmenn eru sammála um að endurbætur á Hringveginum eru mest aðkallandi í vegamálum.


Land-ráð sf. hefur síðustu fimm ár gert könnun á ferðavenjum Íslendinga sumar og vetur. Að þessu sinni var gerð netkönnun af MMR sem 950 svöruðu. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa eftir búsetu: Höfuðborgarsvæði, jarðarbyggð höfuðborgar og landsbyggðarkjarna. Niðurstöður voru kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar á föstudag.

Samkvæmt könnuninni eru 59% svarenda á móti því að Reykjavíkurflugvöllur verði færður en 27% styðja það. Andstaðan er áberandi á landsbyggðinni þar sem 88% eru á móti og hefur andstaðan heldur aukist síðustu ár.

Í jaðar byggðunum eru 53% svarenda á móti flutningi og hefur andstæðingunum fjölgað þar. Þeim hefur hins vegar fækkað innan borgarmarkanna og eru 47% samanborið við 54% í fyrra.

Þegar svör innan höfuðborgarsvæðisins eru greind nánar kemur í ljós að 55% íbúa nágrannasveitarfélaga vilja ekki flytja flugvöllinn en 31% styður flutning.

Reyndar er hvergi meirihluti svarenda flutningi flugvallarins nema í Reykjavík á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi. Þar vilja 47% flytja aðspurðra flytja flugvöllinn en 38% leggjast gegn því.

Þá kemur fram í könnuninni að 70% aðspurðra eiga erindi á svæðið vestan Elliðaárvoga. Flestir, eða 43% svarenda, eru á leið í miðborgina.

Í könnuninni var einnig leitað eftir viðhorfum til forgangsröðunar í framkvæmdum í vegakerfinu. 37% aðspurðra töldu brýnast að bæta Hringveginn, 16% almenningssamgöngur og 12% vildu ráðast í jarðgöng á landsbyggðinni.

Þetta eru talsvert aðrar niðurstöður en úr sömu könnun 2012. Þá vildu 27% fara í jarðgöngin, 23% í almenningssamgöngur en aðeins 14% í Hringveginn.

Þegar svörin eru greind eftir landshlutum kemur í ljós að 48% íbúa á landsbyggðinni setja Hringveginn í forgang og 38% jarðgangaframkvæmdir. Í jaðarbyggðum borgarinnar vilja 39% Hringveginn í forgang. Innan hennar vilja 29% fara í Hringveginn fyrst en 23% í almenningssamgöngur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.