Íbúaþing á Vopnafirði; Fyrir eflingu samfélags og byggðar

Íbúaþing verður haldið í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði helgina 23.-24. apríl næstkomandi, en að því standa Vopnafjarðarhreppur, Byggðastofnun og Austurbrú, í samstarfi við íbúa.



Þingið markar upphaf að þróunarverkefni sem standa mun í eitt ár og Vopnafjarðarhreppur fylgir eftir ásamt samstarfsaðilunum. Umsjón með þinginu er í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, hjá ILDI þjónustu og ráðgjöf.

Ekki er fyrirfram mótuð dagskrá, heldur stinga þátttakendur upp á umræðuefnum. Þannig verður allt til umræðu, sem íbúar vilja ræða, varðandi umhverfi, atvinnulíf, samfélag og hvaðeina sem skiptir fólk máli.

Þingið hefst klukkan 11:00 á laugardagsmorgun og stendur til klukkan 16:00. Á sunnudaginn verður unnið frá 11:00 til 15:00 og þá verður góðu verki fagnað og Vopnafjarðarhreppur býður upp á eitthvað sérstaklega gott með kaffinu.

Vopnfirðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að efla samfélag og byggð á Vopnafirði enn frekar.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.