Iceland Express áformar að fljúga frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar í sumar

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg
Lággjaldaflugfélagið Iceland Express áformar á að fljúga beint milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar seinni partinn í sumar.
 
Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, sagði í svari við fyrirspurn Agl.is í dag að meiningin sé að fljúga frá miðjum ágúst og mögulega fram í fyrstu viku september, einu sinni í viku. Fyrirkomulag flugsins verði formlega tilkynnt eftir helgi.

Leiðin var inni á leiðakerfi flugfélagsins sumarið 2007. Til stóð að halda því áfram sumarið 2008 en það reyndist ekki arðbært og var hætt við flugið á síðustu stundu.

Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi hafa haft mikinn áhuga á beinu millilandaflugi. Á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs hefur verið starfandi vinnuhópur til að kanna möguleikann á að nýta betur millilandaflugvöllinn á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar