Iceland Express kynnir beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar
Iceland Express mun fljúga í þrjár vikur milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar frá og með mánudeginum 13. ágúst. Þetta er liður í vilja félagsins til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni en vikurnar á undan verður einnig flogið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Að þessu tilefni býður Iceland Express ákveðinn sætafjölda á tilboðsverði eða 19.900 krónur hvora leið með sköttum og öðrum gjöldum. Tilboðið gildir bæði frá Egilsstöðum og Kaupmannahöfn. Tilboðið gildir frá kl. 12:00 á hádegi fimmtudagsins 15. mars til miðnættis á föstudag og er bókanlegt á heimasíðu Iceland Express, www.icelandexpress.is.
Flogið er á mánudögum frá Kaupmannahöfn kl. 13:10 og lent á Egilsstöðum kl. 16:20, þaðan sem flogið er til Kaupmannahafnar kl. 17:20 og lent í Kaupmannahöfn kl. 22:20 að staðartíma.
Sætaframboð í tilboðinu er, valdar dagsetningar og valin flug.