Ingvar Georg nýr slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Gengið var frá ráðningu nýs slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar fyrir skömmu en fyrir valinu varð Ingvar Georg Georgsson. Fjórir einstaklingar sóttu um stöðuna.

Staðan var auglýst laus til umsóknar í byrjun septembermánaðar en umsóknarfrestur rann út 13. október. Fjórir föluðust eftir stöðunni og þar af þrír sem boðaðir voru í viðtöl í kjölfarið. Aðrir sem um sóttu voru Björn Halldórsson, þjálfunarstjóri, Júlíus Albert Albertsson, slökkviliðsstjóri og Leifur Andrésson Thomsen, framleiðslustarfsmaður.

Ingvar Georg hefur mikla og langa reynslu bæði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og lengst af verið staðsettur á Suðurnesjum. Þar starfað bæði hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem og hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þá hefur Ingvar reynslu af störfum fyrir Landssamband slökkviliðsmanna og hann, ásamt félaga sínum, kom á fót eina slökkviliðsminjasafni landsins sem var rekið um tíu ára skeið í Keflavík.

Ingvar mun formlega hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar