Óðinn Gunnar ráðinn atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs

Óðni Gunnari Óðinssyni hefur verið boðin staða atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs. Starfið var auglýst fyrir skemmstu.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Óðinn Gunnar er mannfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af þeim málaflokkum er undir sviðið heyra bæði á vettvangi sveitarfélaga og stoðstofnana atvinnulífs og sveitarfélaga á Austurlandi. Óðinn Gunnar er vel kunnugur hjá Fljótsdalshéraði enda vann hann þar fram á þetta ár.

Óðinn Gunnar starfar sem verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra hjá Reykjavíkurborg en mun koma til starfa hjá Fljótsdalshéraði í byrjun janúar 2012 þegar Þórarinn Egill Sveinsson lætur af störfum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.