Óðinn Gunnar ráðinn atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs
Óðni Gunnari Óðinssyni hefur verið boðin staða atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs. Starfið var auglýst fyrir skemmstu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Óðinn Gunnar er mannfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af þeim málaflokkum er undir sviðið heyra bæði á vettvangi sveitarfélaga og stoðstofnana atvinnulífs og sveitarfélaga á Austurlandi. Óðinn Gunnar er vel kunnugur hjá Fljótsdalshéraði enda vann hann þar fram á þetta ár.
Óðinn Gunnar starfar sem verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra hjá Reykjavíkurborg en mun koma til starfa hjá Fljótsdalshéraði í byrjun janúar 2012 þegar Þórarinn Egill Sveinsson lætur af störfum.