Innanlandsflug dregst minnst saman á Egilsstaðaflugvelli
Innanlandsflug um Egilsstaðaflugvöll dróst saman um 21,9% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er hlutfallslega langminnsti samdrátturinn í innanlandsfluginu á landsvísu.Fjallað er um málið á vefsíðunni Túristi.is og þar byggt á upplýsingum frá Isavia. Þar segir að um Egilsstaðaflugvöll fóru rúmlega 5.500 farþegar í síðasta mánuði en þeir voru rúmlega 7.000 talsins í september í fyrra.
Mesti samdrátturinn í fjölda farþega er á Akureyrarflugvelli eða 55,2% á milli ára. Farþegar þar voru tæplega 15.900 í september í fyrra en voru rúmlega 7.100 í síðasta mánuði.
Á Reykjavíkurflugvelli var samdrátturinn 51,7% en farþegum þar fækkaði úr rúmlega 31.900 í september fyrra og niður í rúmlega 15.400 í ár. Hvað aðra flugvelli varðar minnkaði farþegafjöldinn um 51,9%, fór úr tæplega 6.000 farþegum í fyrra og niður í tæplega 2.900 í september í ár.