Innanlandsflug dregst minnst saman á Egilsstaðaflugvelli

Innanlandsflug um Egilsstaðaflugvöll dróst saman um 21,9% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er hlutfallslega langminnsti samdrátturinn í innanlandsfluginu á landsvísu.

Fjallað er um málið á vefsíðunni Túristi.is og þar byggt á upplýsingum frá Isavia. Þar segir að um Egilsstaðaflugvöll fóru rúmlega 5.500 farþegar í síðasta mánuði en þeir voru rúmlega 7.000 talsins í september í fyrra.

Mesti samdrátturinn í fjölda farþega er á Akureyrarflugvelli eða 55,2% á milli ára. Farþegar þar voru tæplega 15.900 í september í fyrra en voru rúmlega 7.100 í síðasta mánuði.

Á Reykjavíkurflugvelli var samdrátturinn 51,7% en farþegum þar fækkaði úr rúmlega 31.900 í september fyrra og niður í rúmlega 15.400 í ár. Hvað aðra flugvelli varðar minnkaði farþegafjöldinn um 51,9%, fór úr tæplega 6.000 farþegum í fyrra og niður í tæplega 2.900 í september í ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.