Isavia auglýsir eftir starfsmanni á Vopnafjarðarflugvöll
Isavia mun á næstunni auglýsa eftir starfsmanni til að hafa umsjón með Vopnafjaðrarflugvelli. Sá sem gengt hefur stöðunni lætur af störfum sökum aldurs.Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að staðan á Vopnafjarðarflugvelli verði auglýst um næstu mánaðamót og ráðið í hana frá næstu áramótum. Mannabreytingar eru að verða þar sem starfsmaður er kominn á aldur.
„Vegna þessa vildi Isavia kanna þann möguleika að sveitarfélagið tæki við rekstrinum. Það yrði þá svipað og samningur Isavia við Langanesbyggð um rekstur Þórshafnarflugvallar en samkvæmt þeim samningi fær sveitarfélagið greitt fyrir að annast rekstur flugvallarins. Þessu hafnaði hreppsráð,“ segir Guðjón..
Eins og Guðjón segir hafnaði hreppsráð því að taka við rekstrinum. Í fundargerð þess um málið segir m.a. að sveitarfélaagið sjái sér ekki hag í því að yfirtaka reksturinn. Var áréttað að það sé ekki hlutverkj sveitarfélagisns að standa í flugvallarekstri og jafnframt var ríkið hvatt til að standa vörð um opinber störf á landsbyggðinni.
Mynd: Isavia