Ítreka beiðnir til rjúpnaveiðimanna um að halda sig heima
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar hvatningu sína til Austfirðinga að leggjast ekki í ferðalög milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til.Í tilkynningu aðgerðastjórnar í dag er bent á að fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu sé skýr vísbending um að staðan sé enn mjög viðkvæm. Það sama sé að segja um smit sem upp hafi komið vegna ferðalaga milli landshluta.
Vegna þessa er meðal annars biðlað til rjúpnaveiðifólks, sem var að íhuga ferðir austur, að fara hvergi þetta árið heldur halda sig í heimabyggð.
Sem stendur er ekkert virkt Covid-19 smit á Austurlandi og aðeins einn einstaklingur í sóttkví.