Þjóðarvettvangur um Icesave á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. feb 2010 13:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Fundur á vegum Þjóðarvettvangs um Icesave málið verður haldinn á Reyðarfirði á laugardag. Á fundinum verða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki ræddi í tengslum við málið.
Fyrirkomulagið er ekki ósvipað þjóðfundafyrirkomulaginu sem reynt var fyrr í vetur. Fundargestir setjast niður saman í smáum hópum og kemur sér niður á sameiginlega setningu.Á vefnum www.thjodarvettvangur.is er handbók með leiðbeiningum til að fólk geti sest niður saman í heimahúsum, félagahópum og/eða starfsmannahópum og haldið sína eigin fundi. Þar eru einnig komnar inn setningar frá vettvangsfundum um seinustu helgi.
Fundurinn verður í húsnæði Þekkingarnets Austurlands, Búðareyri 1 frá klukkan 09:30 - 12:00 á laugardag.
Öll gögn verða áfram aðgengileg á heimasíðunni til frjálsrar notkunar. Aðstandendur fundaherferðarinnar vilja að vettvangurinn sé tiltækur fyrir sambærilega fundi þegar næsta stórmál komi upp.