Jens Garðar býður sig fram sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins

jens_gardar_stfj.jpgJens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, gefur kost á sér sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á flokksráðsfundi í mars.

 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jens Garðar sendi frá sér um helgina. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðrastörfum fyrir flokkinn í gegnum tíðina, þar af í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hann leiddi flokkinn í kosningunum 2010.

„Þá vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð sinn stærsta sigur frá upphafi og felldi meirihluta vinstri manna í Neskaupstað sem setið hafði samfellt síðan 1946,“ segir í tilkynningunni.

„Ástæða þess að ég býð mig fram til 2. varaformanns er að ég trúi því einlæglega að með því að velja sveitarstjórnarmann til forystu í Sjálfstæðisflokknum þá muni forysta flokksins breikka og betri tengsl skapast við grasrótina.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar