Jens Garðar í þriggja mánaða leyfi frá bæjarstjórn

Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur óskað eftir þriggja mánaða leyfi úr bæjarstjórninni vegna starfa á öðrum vettvangi.


Bæjarráð staðfesti leyfið á fundi sínum á mánudag. Jens Garðar er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en á aðalfundi samtakanna þann 7. apríl apríl síðastliðinn tilkynnti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri samtakanna, að hann ætlaði að láta af störfum.

Jens Garðar stýrir skrifstofu samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Hann verður í leyfi fra´störfum í bæjarráði og bæjarstjórn frá 1. maí til 31. júlí. Bæjarstjórn er í leyfi hluta tímabilsins.

Jón Björn Hákonarson, oddviti B-lista, verður formaður bæjarráðs í fjarveru Jens og Valdimar O. Hermannsson af D-lista varaformaður ráðsins.

Dýrunn Pála Skaptadóttir verður aðalfulltrúi í bæjarstjórn og varamaður í bæjarráði.

Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, verður fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Kristín Gestsdóttir annar varaforseti þennan tíma.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.