Jón Björn Hákonarson í fyrsta sæti hjá Framsókn

Jón Björn Hákomarson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð í dag. Guðmundur Þorgrímsson varð í öðru sæti. Þeir tveir sóttust eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu.

jon_bjorn_hakonarson.jpg

Kosningu í opnu prófkjöri Framsóknarflokksin í Fjarðabyggð lauk fyrr í kvöld, 593 tóku þátt í prófkjörinu en gild atkvæði voru 582 og 11 ógild. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Fjarðabyggð, árið 2006 fékk Framsóknarflokkurinn 585 atkvæði eða 25,7%.   Þá voru 2930 á kjörskrá en í kosningunum 6. mars síðastliðinn voru 3183 á kjörskrá í Fjarðabyggð.

 

 

Úrslit urðu sem hér segir:

1. sæti Jón björn Hákonarson       368 atkvæði í fyrsta sæti.

2. sæti Guðmundur Þorgrímsson   212 atkvæði í fyrsta og annað sæti.

3. sæti Eiður Ragnarsson             331 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

4. sæti Snjólaug Guðmundsdóttir  413 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.

5. sæti Jósef Friðriksson              419 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.

Einn frambjóðandi dró sitt framboð til baka og til jafna stöðu kynja á listanum og í 6. sæti frambiðslistans kemur vegna þess, Svanhvít Aradóttir en hún tók ekki þátt í prófkjörinu.

 

Eftirtaldir gáfu kost á sér í prófkjörinu: 

Eiður Ragnarsson                    í 2. sæti

Gísli Þór Briem                        í 2.-4. sæti

Guðmundur Þorgrímsson          í 1. sæti

Jón Baldursson                        í 3.-6. sæti

Jón Björn Hákonarson               í 1. sæti

Jósef Auðunn Friðriksson           í 2. sæti

Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir í 3.-4. sæti

Tinna Hrönn Smáradóttir           í 5.-6. sæti

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.