Jón Björn Hákonarson í fyrsta sæti hjá Framsókn
Jón Björn Hákomarson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð í dag. Guðmundur Þorgrímsson varð í öðru sæti. Þeir tveir sóttust eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu.
Kosningu í opnu prófkjöri Framsóknarflokksin í Fjarðabyggð lauk fyrr í kvöld, 593 tóku þátt í prófkjörinu en gild atkvæði voru 582 og 11 ógild. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Fjarðabyggð, árið 2006 fékk Framsóknarflokkurinn 585 atkvæði eða 25,7%. Þá voru 2930 á kjörskrá en í kosningunum 6. mars síðastliðinn voru 3183 á kjörskrá í Fjarðabyggð.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti Jón björn Hákonarson 368 atkvæði í fyrsta sæti.
2. sæti Guðmundur Þorgrímsson 212 atkvæði í fyrsta og annað sæti.
3. sæti Eiður Ragnarsson 331 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
4. sæti Snjólaug Guðmundsdóttir 413 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
5. sæti Jósef Friðriksson 419 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Einn frambjóðandi dró sitt framboð til baka og til jafna stöðu kynja á listanum og í 6. sæti frambiðslistans kemur vegna þess, Svanhvít Aradóttir en hún tók ekki þátt í prófkjörinu.
Eftirtaldir gáfu kost á sér í prófkjörinu:
Eiður Ragnarsson í 2. sæti
Gísli Þór Briem í 2.-4. sæti
Guðmundur Þorgrímsson í 1. sæti
Jón Baldursson í 3.-6. sæti
Jón Björn Hákonarson í 1. sæti
Jósef Auðunn Friðriksson í 2. sæti
Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir í 3.-4. sæti
Tinna Hrönn Smáradóttir í 5.-6. sæti