Júnísnjór á austfirskum vegum

egs_snjor_09062011_0002_web.jpgSnjó fór að kyngja niður víða á Austurlandi, einkum inn til landsins, upp úr hádegi í dag. Heldur dró úr úrkomunni undir kvöld en vetrarlegt er víða um að litast.

 

Þæfingsfærð er á leiðinni til Borgarfjarðar og snjór á Fjarðarheiði. Á Oddsskarði og Fagradal er krapi. Þæfingur er á Öxi og snjór á Breiðdalsheiði. Ófært er á Hellisheið og snjór á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.

Alhvítt er í byggð á Egilsstöðum. Snjólínan er ofar bæjarmarka við sjávarsíðuna.

Veðurstofan varar við hríðarveðri og frekar slæmu skyggni á flestum fjallvegum á norðausturlandi í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.