Júnísnjór á austfirskum vegum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. jún 2011 22:56 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Snjó fór að kyngja niður víða á Austurlandi, einkum inn til landsins,
upp úr hádegi í dag. Heldur dró úr úrkomunni undir kvöld en vetrarlegt
er víða um að litast.
Þæfingsfærð er á leiðinni til Borgarfjarðar og snjór á Fjarðarheiði. Á Oddsskarði og Fagradal er krapi. Þæfingur er á Öxi og snjór á Breiðdalsheiði. Ófært er á Hellisheið og snjór á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.
Alhvítt er í byggð á Egilsstöðum. Snjólínan er ofar bæjarmarka við sjávarsíðuna.
Veðurstofan varar við hríðarveðri og frekar slæmu skyggni á flestum fjallvegum á norðausturlandi í kvöld.
Alhvítt er í byggð á Egilsstöðum. Snjólínan er ofar bæjarmarka við sjávarsíðuna.
Veðurstofan varar við hríðarveðri og frekar slæmu skyggni á flestum fjallvegum á norðausturlandi í kvöld.