Jón Þór fjórði og Telma fimmta hjá Sjálfstæðisflokknum

Jón Þór Kristjánsson varð í fjórða sæti í kjöri fulltrúa á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins um röðun á framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Telma Ósk Þórhallsdóttir varð fimmta.

Kosið var í fimm efstu sætin á þinginu í dag. Jens Garðar Helgason hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, sitjandi oddvita, um fyrsta sætið. Njáll Trausti hafði svo betur í baráttu um annað sætið gegn Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, þingmanni.

Berglind Ósk gaf ekki kost á sér í þriðja sætið. Berglind Harpa Svavarsdóttir fékk það.

Jón Þór var kosinn í fjórða sætið. Hann fékk 62 atkvæði af 151 gildu atkvæði. Þorsteinn Kristjánsson frá Dalvík fékk þar 40 atkvæði. Aðeins eru gefin upp atkvæði tveggja efstu. Telma Ósk varð síðan sjálfkjörin í fimmta sætið.

Telma Ósk Þórhallsdóttir var kjörin í 5. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Telma Ósk hlaut 108 atkvæði af 147. Aðrir hlutu færri atkvæði en 16 seðlar voru auðir eða ógildir.

Kjörnefnd flokksins vinnur nú að því að raða upp endanlegum lista með 20 frambjóðendum. Stefnt er að því að bera listann í heild upp til samþykktar áður en þinginu verður slitið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar