Kambaskriður lokaðar vegna snjóflóðs

Vegurinn um Kambaskriður, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, er lokaður eftir að snjóflóð féll á veginn. Búist er við að opnað verði aftur um klukkan tíu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Reyðarfirði er flóðið um 50 metra breitt og þriggja metra hátt.

Það féll klukkan rúmlega níu í morgun og hafði var ruðningsbíll þá nýfarinn um skriðurnar. Reiknað er með að búið verði að moka í gegnum flóðið um klukkan tíu og vegurinn þá opinn á ný.

Flestar leiðir á Austurlandi eru nú vel færar en mikil hálka er á svæðinu frá Fáskrúðsfirði til Djúpavogs og er unnið að því að hálkuverja.

Veðurstofan telur töluverða hættu á snjóflóðum á Austfjörðum í dag og á morgun. Snjór hefur víða safnast saman í giljum og farvegum sem orðið getur óstöðugur í rigningu og hláku. Mörg flekahlaup féllu um helgina, þar af tvö með nokkuð drjúga skriðlengd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.