Kersmiðja opnuð við álverið á Reyðarfirði

img_4849.jpg

Ný kersmiðja var opnuð við álver Alcoa á Reyðarfirði í dag. Iðnaðarráðherra ásamt forstjóra álversins klipptu á borða í tilefni þess.

 

Nýja kersmiðjan var opnuð með pompi og prakt, veitingar og skemmtiatriði voru ekki af verri kantinum við athöfnina. Bergþór Pálsson lét sjá sig og brast í söng við undirspil Daníels Arasonar. Veitingar voru í boði Lostætis.

Hatch sá um hönnun og byggingu kersmiðjunnar sem kostaði um 4 milljarða íslenskra króna, en um 60% þess kostnaðar fór til innlendra aðila. Hatch fékk fjölbreyttan hóp verktaka með sér, og þegar mest var unnu um 100 manns við gerð smiðjunnar. Um 180.000 vinnustundir liggja að baki smíðunum. Kersmiðjan samanstendur af kerbrota-, og kerfóðrunarbyggingu ásamt skrifstofuaðstöðu. Hægt verður að fóðra um 2,5 ker á viku þegar allt gengur eins og menn vonast til.

img_4859.jpgimg_4862.jpgimg_4867.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar