Keyrt á hreindýr á Völlum

Keyrt var á hreindýr við bæinn Mjóanes á Völlum um helgina. Tveir hreindýrahópar halda til á því svæði og hafa þvælst fyrir vegfarendum.


Tveir hópar hreindýra hafa síðustu vikur haldið til á svæðinu milli bæjarins Strandar og Hallormsstaðar. Þrjú dýr drápust í árekstri á þessu svæði um miðjan desember og eitt til viðbótar um helgina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi.

Vegfarendur á þessu svæði hafa séð til dýra bæði þar, sem og innan við Hallormsstað, síðustu vikur. Í nokkur skipti hafa þau hlaupið fyrir bíla, án þess að óhöpp hafi orðið þótt stundum hafi munað litlu.

Varað er við hreindýrum sem þarna kunna að vera á ferð og eru ökumenn beðnir um að fara með gát.

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var misritað að keyrt hefði veirð á sex dýr í desember.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.