Kikka leiðir Græningja í Norðausturkjördæmi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. okt 2024 19:01 • Uppfært 26. okt 2024 19:02
Kikka K. M. Sigurðardóttir, stofnandi Græningja, mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Flokkurinn vinnur hörðum höndum að framboði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Græningjum í dag. Kikka er fædd á Akureyri og hefur starfað sem rithöfundur. Þekktasta verk hennar er Ávaxtakarfan.
Græningjar eru ný stjórnmálasamtök sem stofnuð voru í byrjun vikunnar. Þau stefna á framboð í öllum kjördæmum en í tilkynningunni segir að oddvitar annarra kjördæma verði kynntir næstu daga. Framboðinu hefur verið úthlutað listabókstafnum G.
Aðaláhersla flokksins er á vernd íslenskrar náttúru sem og baráttuna gegn loftlagsbreytingum.