Kikka leiðir Græningja í Norðausturkjördæmi

Kikka K. M. Sigurðardóttir, stofnandi Græningja, mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Flokkurinn vinnur hörðum höndum að framboði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Græningjum í dag. Kikka er fædd á Akureyri og hefur starfað sem rithöfundur. Þekktasta verk hennar er Ávaxtakarfan.

Græningjar eru ný stjórnmálasamtök sem stofnuð voru í byrjun vikunnar. Þau stefna á framboð í öllum kjördæmum en í tilkynningunni segir að oddvitar annarra kjördæma verði kynntir næstu daga. Framboðinu hefur verið úthlutað listabókstafnum G.

Aðaláhersla flokksins er á vernd íslenskrar náttúru sem og baráttuna gegn loftlagsbreytingum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.