Kindur teknar af Stórhóli

Lögregla, ásamt fleiri aðilum að beiðni Matvælastofnunnar, tók kindur úr vörslu ábúenda á sauðfjárbúinu Stórhóli í Álftafirði í gær. Ábúendur hafa fjögurra sólarhringa andmælafrest. Þeir voru í lok seinasta árs sektaðir fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald.

 

ImageAðgerðin,sem kallast vörslusvipting, felur það í sér að það búfé sem umfram er leyfilegan fjölda er tekið og komið fyrir annars staðar. Eftir því sem agl.is kemst næst fór þetta friðsamlega fram.

Samkvæmt lögum um búfjárhald skal lögreglustjóri taka búfé úr vörslu umráðamanns innan tveggja sólarhringa eftir að beðið er um það. Það er gert virði umráðamaður búfjár, eða geti ekki orðið, við þeim ráðstöfunum sem fyrir hann hafa verið lagðar eða telji héraðsdýralæknir að úrbætur þoli ekki bið.

Umráðamaður búfjárins ber allan kostnað vegna aðgerðanna. Sveitarstjórn ber að fóðra féð þar til það hefur verið tekið af umráðamanni. Sjái hún sér það ekki fært skal grípa strax til vörslusviptingar. Heimilt er að aflífa búféð að loknum fjögurra sólarhringa andmælafresti umráðamanns búfjár.

Lögreglustjóri skal ráðstafa búfé í samráði við héraðsdýralækni og sveitarstjórn eftir vörslusviptingu. Heimilt er að aflífa búféð að undangengnum fjögurra sólarhringa andmælafresti umráðamanns búfjár.

Seinasta vor kærði Matvælastofnun slæman aðbúnað og vanfóðrun búfjár á Stórhóli. Ábúendur þar voru fyrir jól sektaðir um 80 þúsund krónur vegna brotanna. Í byrjun júlí samþykkti sveitarstjórn Djúpavogshrepps að svipta ábúendur leyfi til búfjárhalds.

Samkvæmt heimildum agl.is voru bundnar vonir við að fé á Stórhóli yrði fækkað verulega í haust en það gekk ekki eftir. Seinasta vor voru ábúendur með á annað þúsund fjár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.