Klæðningin fauk af í Fellum

Klæðning hefur fokið af á um 20 metra kafla á veginum milli Teigabóls og Skeggjastaða í Fellum. Bálhvasst er víða á Austurlandi.


„Ég held ég hafi aldrei farið um Fellin í jafn samfelldu roki,“ segir Sveinn Ingimarsson sem átti leið um svæðið í dag.

Mynd sem hann setti á Facebook hefur vakið nokkra athygli en þar sést hvernig þykk klæðning hefur svipst af á um 20 metra kafla.

Þá brotnaði rúða í Fellaskóla í rokinu.

Víða er rokhvasst á Austurlandi og sýna þó nokkrar veðurstöðvar 40 metra í hviðum, svo sem á Oddsskarði, Öxi, Breiðdalsheiði, Vatnsskarði, í Hamarsfirði og Stafdal. Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað á þriðja tímanum.

Lokað var yfir Möðrudalsöræfi í hádeginu eftir að þrjár rútur lentu í vandræðum í Langadal. Þar hefur vindurinn einnig verið 40 metrar í hviðum.

Búist er við hvassviðri fram undir miðnætti.

Mynd: Sveinn Ingimarsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.