Klakveiðin gekk vel í Breiðdalsá
„Við fengum góða fiska í klakið, yfir 100 fiska sem við náðum í allt,“ sagði Þröstur Elliðason forstjóri Strengja er við hittum hann við ádrátt í Breiðdalsá fyrir nokkrum dögum.
Veiðin gekk vel og voru nokkrir vaskir veiðimenn að draga á Vonarskarðinn sem er ofarlega í Breiðdalsánni.
„,Það er nauðsynlegt fyrir ána að draga í klak,“ sagði Þröstur og hélt áfram að draga á hylinn. Laxinn var í hylnum.