Körfubolti: Öruggur sigur Hattar á Ármanni

fsu_hottur_karfa_30102011_0027_web.jpgHöttur vann Ármann í fyrstu deild karla í körfuknattleik 93-77 þegar liðin mættust á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Með sigrinum komst Höttur í fjórða sæti deildarinnar. Bandaríkjamaðurinn Michael Sloan átti enn einn stórleikinn.

 

Það voru 220 manns mættir í íþróttahúsið á Egilsstöðum þegar Hattarmenn tóku á móti Ármanni. Hattarmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og leiddu 19 -14 eftir fyrsta leikhluta. Þeir mættu enn sterkari til leiks í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 44-26.

Seinni hálfleikurinn var svo mun jafnari en Hattarmenn bættu það upp með skemmtilegri spilamennsku og þá helst Bandaríkjamennirnir tveir sem tróðu báðir við mikinn fögnuð áhorfenda. Lokatölur urðu svo 93-77 í bráðskemmtilegum leik.

Stigahæstur í liði heimamanna var Mike Sloan með 36 stig auk þess að vera með flestar  stoðsendingar eða 7 talsins.

Þjálfari Hattarmanna Viðar Örn Hafsteinsson sem tók flest fráköst heimamanna sagðist vera mjög ánægður með vörnina í fyrri hálfleik en það hafi verið of mikið kæruleysi í seinni hálfleiknum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.