Kristján Ólafur nýr yfirlögregluþjónn

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Austurlandi. Sex sóttu um starfið

Kristján Ólafur hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1986, fyrst hjá lögreglunni í Hafnarfirði en síðan hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann var um tíma yfirmaður umferðardeildar síðarnefnda embættisins og er í hópi um tíu Íslendinga sem stundað hafa nám við lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar.

Kristján hefur störf á mánudag. Hann tekur við starfinu af Jónasi Wilhelmssyni sem verið hefur yfirlögregluþjónn frá árinu 2000. Jónas lét af störfum um síðustu mánaðarmót fyrir aldurs sakir.

Fimm einstaklingar í viðbót sóttu um stöðuna, þau voru:
Eiríkur Ragnarsson, lögreglumaður/lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra.
Friðjón Pálmason, varðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Hjalti Bergmar Axelsson, settur aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Austurlandi
Sigríður Sigþórsdóttir, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum
Þórhallur Árnason, settur aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Austurlandi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.