Kynna framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað
Íbúafundur verður haldinn í Neskaupstað í dag um þær framkvæmdir sem nýhafnar eru við snjóflóðavarnir undir Nes- og Bakkagiljum.Uppistaðan í vörnunum er 730 metra langur þvergarður, um 20 metra hár. Í hann þarf um 600.000 rúmmetra af efni. Síðan bætast við tvær keiluraðir með níu keilum í efri röð og ellefu í neðri. Þær þurfa um 160.000 rúmmetra.
Þær eru síðasti áfanginn í gerð varnarmannvirkja fyrir íbúabyggðina í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að varnirnar verði tilbúnar haustið 2029.
Aðalverktakinn er Héraðsverk sem snemma í ágúst byrjaði að koma sér fyrir á svæðinu. Á fundinum í dag munu fulltrúra frá Ofanflóðasjóði, Ríkiseignum, Héraðsverki og Fjarðabyggð fara yfir það sem framundan er.
Íbúafundurinn verður haldinn í sal Nesskóla og hefst klukkan 17:00.