Ólafur og Dorrit heimsækja Austurland

olafur_ragnar_ungt_folk.jpg
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, forsetafrú halda tvo fundi á Austurlandi í byrjun næstu viku. Þeir eru hluti af baráttu Ólafs fyrir endurkjöri í forsetaembættið.

Stuðningsmenn Ólafs og Dorritar halda opinn fund á Hótel Héraði á Egilsstöðum, sunnudaginn 10. júní kl. 20.00. Seinni fundurinn verður í Egilsbúð í Neskaupstað á mánudagskvöldið klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar