Lagarfljótsormurinn lætur úr höfn

Héraðsbúar fylgdust með því á sunnudagsmorgun þegar ferjan Lagarfljótsormurinn var dreginn á nýjan stað. Undanfarinn áratug hefur ferjan staðið óhreyfð við Lagarfljótsbrú.

Það voru félagar í björgunarsveitinni Ísólfi sem toguðu ferjuna á nýjan stað en henni hefur verið komið fyrir neðan við bæinn Setberg í Fellum. Þar er núverandi eigandi hennar, Hlynur Bragason, uppalinn.

Ferjan var smíðuð í Rússlandi árið 1992 en kom austur á Hérað árið 1999 frá Svíþjóð. Árin á eftir sigldi ferjan milli Atlavíkur og Egilsstaða. Undanfarinn áratug hefur ferjan verið á landi í ferjuhöfninni sem gerð var við austurenda Lagarfljótsbrúar.

Ferjan hefur gengið eigenda á milli og um tíma voru uppi hugmyndir um að breyta henni í veitingastað en hún tekur 110 manns í sæti. Fyrir því fékkst ekki leyfi.

Ferjan var sett á flot í vatnavöxtunum í lok september.

Mynd: Antóníus Bjarki Halldórsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.