Landað á Breiðdalsvík

Línubátarnir Ragnar SF 550 og Guðmundur Sig SF 650 frá Hornafirði, lönduðu tæpum 27 tonnum af fiski á Breiðdalsvík í gærkveldi, aflinn var að mestu steinbítur.

londun_herborg_thordardottir.jpgAflinn sem var að 90%um steinbítur var slægður á Breiðdalsvík en fer til vinnslu á Dalvík.  Ragnar var með 12,7 tonn og Guðmundur Sig með 14,2 tonn sem gerir samtals tæp 27 tonn.  Það er rúmur helmingur af því sem landað var á Breiðdalsvík á síðasta ári en þá var landað um 50 tonnum af fiski á Breiðdalsvík.

Að sögn Arnars Þórs Ragnarssonar skipstjóra á Ragnari, fékkst aflinn 5 til 7 mílur út af Breiðdalsvík, ,,þar eru pollar sem steinbíturinn liggur ofaní" sagði Arnar.

Fiskmarkaður Hornafjarðar sem bátarnir landa hjá, gerði nýverið samning við rekstraraðila Frystihússins á Breiðdalsvík um löndun úr bátum sem eru í viðskiptum við þá.

,,Við viljum virkja höfnina á Breiðdalsvík svo hún verði ekki úrelt, þetta er mikil lyftistöng fyrir plássið, sennilega vinna fyrir um 10 manns.  Við erum 6 til 7 mánuði á veiðum á svæðinu frá Seyðisfirði til Breiðdalsvíkur á ári og komum til með að landa mikið á Breiðdalsvík þann tíma. Við eigum 300 tonna kvóta af steinbít sem við löndum á næstunni og komum til með að landa áfram á Breiðdalsvík" segir Arnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.